Sýningin VATN var haldin í auðu verslunarrými að Laugavegi 27, dagana 2. til 25. maí 2019.
Á sýningunni voru 14 verk – blýantur, kol og vatnslitir á pappír. Allar skissur og minni teikningarnar urðu til á eyjunni Balí í Indónesíu.
Verkin voru undir áhrifum frá þyngdar- og tímaleysinu sem fylgir því að vera í kafi, þegar hægir á hjartslættinum og hitabreytingar í vatninu verða eins og snerting. Allt snýr upp og allt snýr niður.
Öldurnar ráða ferðinni og það eina í stöðunni er að láta þær líða yfir sig og kasta sér til og frá þangað til líkaminn kemst aftur upp að anda.